GRAND JÓLAHLAÐBORÐ MEÐ HERU BJÖRK OG BJARNA TÖFRAMANNI
Grand jólahlaðborðin bjóða upp á fyrsta flokks veitingar í glæsilega skreyttum veislusölum þar sem gestir geta hlýtt á fagran söng Heru Bjarkar í bland við söng og glens Bjarna töframanns.
DJ Fox tekur við að borðhaldi loknu í Gullteigi og skemmtir gestum fram að nótt.
Við tjöldum öllu til svo þið getið átt góða stund saman í aðdraganda jólanna.
Salur: Gullteigur
Borðhald hefst: kl. 19:00
Netfang:info@grand.is
Skötuhlaðborð
Skötuveisla með Guðna Ágústssyni á Grand Hótel Reykjavík. Guðni fer með gamanmál eins og honum einum er lagið.
Á boðstólnum verður kæst vestfirsk skalta, smáskata, saltfiskur, reykt og nætursöltuð ýsa, skötustappa, plokkfiskur, síld, hnoðmör, kartöflur, rófur, gulrætur, brætt smjör og hamsatólg. Soðkökur, rúgbrauð, laufabrauð og nóg af íslensku smjöri ásamt glæsilegum eftirréttum.
Borðhald stendur frá kl. 12-14.
Verð 6.200 kr á mann.
JÓLABRUNCH ALLA SUNNUDAGA FRÁ OG MEÐ 13. NÓVEMBER
Taktu þér frí frá jólaundirbúningnum og kíktu á notalegan jólabrunch á Grand Hótel Reykjavík, þar sem fjölskyldan er í fyrirrúmi. Við bjóðum upp á afslappaða stemmingu og úrval sérvalinna rétta sem kæta bragðlaukana. Þá kíkja jólasveinar í heimsókn og bregða á leik með börnunum.
Verð kr. 5.200
Verð fyrir börn 6-11 ára: kr. 3.000
Frítt fyrir börn yngri en 6 ára
Borðhald kl. 12:00 til kl. 14:00
Netfang: info@grand.is
Jólahlaðborð með Bjarna Ara
Grand jólahlaðborðin bjóða upp á fyrsta flokks veitingar í glæsilega skreyttum veislusölum þar sem gestir geta hlýtt á ljúfa tóna Bjarna Ara í Hvammi eða Setri.
DJ Fox tekur við að borðhaldi loknu í Gullteigi og skemmtir gestum fram að nótt.
Við tjöldum öllu til svo þið getið átt góða stund saman í aðdraganda jólanna.
Salur: Hvammur eða Setri
Borðhald hefst: kl. 19:00
Netfang: info@grand.is